Vöruskilmálar

Fyrirtækjaupplýsingar

Provit er með vítamín frá tveimur framleiðendum. Annars vegar frá bandaríska fyrirtækinu ProCare Health og hins vegar sænska fyrirtækinu Baricol Bariatrics.

Vöruskilmálar

Verð er gefið upp í íslenskum krónum með virðisaukaskatti og birt með fyrirvara um innsláttarvillur. Provit áskilur sér rétt til að ljúka ekki viðskiptum ef rangt verð má rekja til mistaka við innslátt texta.

Greiðsluupplýsingar

Hægt er að greiða með kreditkorti og debetkorti. Kortafærslur fara í gegnum örugga greiðslusíðu Straums greiðslumiðlunar hf.

Afhendingarskilmálar

Pantanir eru sendar í næsta pósthólf eða á pósthús kaupanda nema annað sé tekið fram við pöntun. Pantanir eru afgreiddar eins fljótt og hægt er. Vara er ekki send fyrr en greiðsla hefur borist. Íslandspóstur sér um að koma vörum til skila og gilda afhendingar-, ábyrgðar- og flutningsskilmálar Íslandspósts.

Vöruskil

Tveggja vikna skilafrestur, nótu eða afrit af vörukaupum þarf að sýna þegar vörunni er skilað, varan þarf að vera í upprunalegu ástandi og innsigli má ekki vera rofið. 

Ef þú vilt skila hafðu þá samband við okkur á provit@provit.is

Lög um varnarþing

Ákvæði og skilmála þessa ber að túlka í samræmi við íslensk lög. Komi upp ágreiningur eða telji einhver að hann eigi kröfu á hendur netverslun Provit á grundvelli þessara ákvæða og skilmála, verður slíkum ágreiningi eða kröfu vísað til meðferðar hjá íslenskum dómstólum.

Trúnaður

Provit heitir kaupanda fullum trúnaði um allar þær upplýsingar sem kaupandi gefur upp í tengslum við viðskiptin. Upplýsingar frá kaupanda verða ekki afhentar þriðja aðila undir neinum kringumstæðum. Sendingar úr kerfi verslunar kunna að nota persónuupplýsingar, s.s. búsetu, aldur eða viðskiptasögu, til að útbúa viðeigandi skilaboð til meðlima síðunnar. Þessar upplýsingar eru aldrei afhentar þriðja aðila. Meðlimir netverslunnarinnar geta ætíð afskráð sig og þannig neitað fyrirtækinu notkun á slíkum upplýsingum.